mið 11. júlí 2018 21:23
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Króatar tækluðu ljósmyndara - Kysstu hann svo
Mynd: Getty Images
Króatía, mögulega besta íþróttaþjóð heims, er komin í úrslitaleikinn á Heimsmeistaramóti í fyrsta sinn.

Króatar sigruðu England í framlengdum leik í Moskvu í kvöld.

Sigurmark Króatíu gerði Mario Mandzukic í seinni hálfleik framlengingarinnar en Króatar fögnuðu markinu af mikilli innlifun. Mandzukic hljóp út af vellinum, fyrir aftan markið þar sem ljósmyndarar vour. Liðsfélagar Mandzukic komu á eftir honum og fóru þar allir ofan á hann.

Einn ljósmyndari lenti hins vegar í því að vera með í fagninu þar sem leikmenn Króatíu tækluðu hann.

Hann lá eftir á meðan Króatar fögnuðu.

Þegar Króatarnir voru svo búnir að fagna báðust þeir afsökunar og kysstu ljósmyndarann.

Falleg stund.



Athugasemdir
banner
banner
banner