Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mið 11. júlí 2018 21:48
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaradeildin: Geggjaður sigur hjá Val gegn Rosenborg
Eiður Aron hélt Bendtner niðri og skoraði sigurmarkið. Geggjaður leikur hjá honum.
Eiður Aron hélt Bendtner niðri og skoraði sigurmarkið. Geggjaður leikur hjá honum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 1 - 0 Rosenborg
1-0 Eiður Aron Sigurbjörnsson ('84 )
Lestu nánar um leikinn (bein textalýsing)

Valur gerði sér lítið fyrir og sigraði Noregsmeistara Rosenborg að Hlíðarenda í kvöld. Leikurinn var fyrri leikur liðanna í 1. umferð í forkeppni Meistaradeildar Evrópu.

Rosenborg var miklu meira með boltann en þeir náðu ekki að skapa sér mörg dauðafæri.

Staðan var markalaus að fyrri hálfleiknum loknum. Valsmenn áttu góðan kafla um miðjan seinni hálfleikinn og átti Tobias Thomsen fast skot í stöngina.

Eftir þennan fína kafla hjá Val þá pressaði Rosenborg, en fyrsta og eina mark leiksins datt Valsmegin á 84. mínútu. Miðvörðurinn Eiður Aron Sigurbjörnsson skoraði markið fyrir Íslandsmeistarana.

Meistararnir frá Noregi náðu ekki að svara þessu og sigur Vals staðreynd.

Frábærlega vel settur upp leikur hjá Ólafi Jóhannessyni og Sigurbjörni Hreiðarssyni.

Hvað þýða þessi úrslit?
Valur fer með 1-0 forystu til Noregs en seinni leikurinn er eftir viku. Sigurvegarinn úr þessu einvígi mætir Celtic frá Skotlandi.





Athugasemdir
banner
banner
banner