Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. júlí 2018 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Enskir stuðningsmenn sungu Oasis hástöfum
Maguire gladdist örugglega eitthvað við að heyra í Oasis.
Maguire gladdist örugglega eitthvað við að heyra í Oasis.
Mynd: Getty Images
England mun ekki spila í úrslitaleiknum á HM eftir tap gegn Króatíu í undanúrslitum í kvöld.

Leikmenn Englands voru auðvitað fúlir eftir leikinn en enska þjóðin var stolt af þeim. Það hefur ekki gerst oft að undanförnu að enska þjóðin sé stolt af fótboltaliðinu sínu eftir stórmót, en þannig er staðan núna.

Eftir leikinn í kvöld voru ensku stuðningsmennirnir lengi á vellinum að hylla leikmenn sína.

Fjöldi stuðningsmanna ákvað að taka lagið og var auðvitað Oasis fyrir valinu, sú frábæra hljómsveit - blessuð sé minning hennar.

Hér að neðan má sjá flutning enskra stuðningsmanna á Don't Look Back in Anger.



Athugasemdir
banner
banner