Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mið 11. júlí 2018 22:59
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dalic og Modric ekki sáttir með „ensku sérfræðingana"
Mynd: Getty Images
Króatar eru komnir í úrslitaleikinn á HM í fyrsta sinn. Þeir unnu England í framnlengdum leik í kvöld.

Þetta er frábært afrek hjá Króatíu, en í landinu búa ekki nema rúmlega 4 milljónir. Til samanburðar þá búa 55 milljónir í Englandi og 67 í Frakklandi, þjóðinni sem þeir mæta í úrslitaleiknum.

Luka Modric, fyrirliði og besti leikmaður Króatíu, og þjálfarinn Zlatko Dalic lýstu yfir óánægju sinni með „enska sérfræðinga" eftir leikinn. Þeir segja að Englendingar hafi gerst sekir um vanmat.

„Enskir fjölmiðlamenn, sérfræðingar í sjónvarpi, þeir vanmátu Króatíu í kvöld og það voru stór mistök," sagði Modric eftir leikinn og bætti við að króatísku leikmennirnir hefðu tekið orð þessara sérfræðinga og notað sem innblástur.

Modric vill meina að Englendingar hafi talað fátt annað um úrslitaleikinn og litið svo á að Króatía væri engin hindrun.

Zlatko Dalic, landsliðsþjálfari Króatíu, tók undir með Modric.

„Þetta eru ekki sérfræðingar. Þeir hefðu átt að vita að við værum betra lið að öllu leyti," á Dalic að hafa sagt.

Króatía mætir Frakklandi í úrslitaleiknum á sunnudag en England spilar við Belgíu deginum áður.



Athugasemdir
banner
banner
banner