Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 12. júlí 2018 11:20
Elvar Geir Magnússon
Rashford sendir Southgate hjartnæmar þakkir
Marcus Rashford eftir leik í gær.
Marcus Rashford eftir leik í gær.
Mynd: Getty Images
Það hafa miklar tilfinningasveiflur ríkt hjá Englendingum undanfarna daga en lið þeirra tapaði í gær fyrir Króatíu í undanúrslitum HM í Rússlandi eftir framlengdan leik.

Enskir fjölmiðlar eru mjög jákvæðir eftir þetta mót og sést það vel á forsíðum blaða í morgun.

Sóknarmaðurinn Marcus Rashford henti inn færslu á Twitter í morgun þar sem hann þakkar þjálfaranum Gareth Southgate fyrir hönd ensku þjóðarinnar.

„Þú færðir okkur aftur trú og ást á fótboltanum. Þakka þér stjóri, frá allri þjóðinni," skrifaði Rashford.


Vinsældir Gareth Southgate hafa verið miklar en hann setti Rashford inn af bekknum í leiknum í gær en sóknarmaðurinn ungi náði ekki að hjálpa Englandi til sigurs. Eftir leikinn brast Rashford í grát.

Kyle Walker tjáir sig einnig á Twitter í dag en færslu hans má sjá hér að neðan. England mætir Belgíu í leiknum um þriðja sætið á HM á laugardaginn.


Athugasemdir
banner
banner