Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   fim 12. júlí 2018 14:30
Magnús Már Einarsson
Anderson að verða dýrasti leikmaður West Ham
Á leið til Hamranna.
Á leið til Hamranna.
Mynd: Getty Images
West Ham hefur náð samkomulagi við Lazio um kaup á miðjumanninum Felipe Anderson. Sky greinir frá þessu.

Kaupverðið hljóðar upp á 35 milljónir punda sem gerir Anderson að dýrasta leikmanni í sögu West Ham.

Hinn 25 ára gamli Anderson er væntanlegur til Englands í dag til að ganga frá samningum.

West Ham hefur stykt hópinn vel í sumar eftir að Manuel Pellegrini tók við stjórnartaumunum.

Andriy Yarmolenko, Jack Wilshere, Issa Diop, Lukasz Fabianski og Ryan Fredericks hafa allir samið við West Ham í sumar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner