Haaland, Toney, Gomes, Diomande, Gyokeres, Southgate, O'Neil, De Zerbi og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fim 12. júlí 2018 15:45
Elvar Geir Magnússon
Mahrez: Get gert Man City betra
Mahrez hefur verið magnaður með Leicester og varð Englandsmeistari með liðinu 2016.
Mahrez hefur verið magnaður með Leicester og varð Englandsmeistari með liðinu 2016.
Mynd: Getty Images
Alsíringurinn Riyad Mahrez gekk í raðir Manchester City í vikunni. Þrátt fyrri að City hafi keypt Mahrez á 60 milljónir punda eru einhverjir sem efast um að leikmaðurinn henti leikáætlun Pep Guardiola.

Sjálfur hefur Mahrez tröllatrú á sjálfum sér og segist ekki bara sannfærður um að hann muni komast í byrjunarliðið heldur að hann muni bæta það.

„Ég hef ekki rætt um hlutverk mitt við stjórann enn. Ég veit að City vildi fá mig og það skiptir mig miklu máli. Verðmiðinn hefur ekki áhrif á mig. Verð á leikmönnum hefur orðið mjög mikið á síðustu árum." segir Mahrez.

„Ég er mjög ánægður með að vera hérna og mun gera mitt besta fyrir félagið. Það sem City afrekaði á síðasta ári var magnað. Það var ótrúlegt að slá öll þessu met en ég hef mikla trú á sjálfum mér. Ég vil hjálpa liðinu að bæta sig og tel að það sé það sem stjórinn vilji."

Mahrez segist tilbúinn undir það að sanna sig í sterkari leikmannahópi.

„Þetta er áskorun. Leikmenn hjá stórum liðum þurfa að lifa með samkeppni. Það er eðlilegt fyrir stór lið að hafa marga frábæra leikmann og City er félag með stóran stjóra. Liðið er með allt til að ná árangri í Meistaradeildinni og þar vil ég spila. Þeir vilja komast lengra í Evrópu á hverju tímabili og ég er mættur til að reyna að hjálpa þeim," segir Mahrez.
Athugasemdir
banner
banner