fös 13. júlí 2018 06:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Knattspyrnusamband Englands sektað vegna ólöglegra sokka
Dele Alli var einn þeirra sem braut reglur FIFA.
Dele Alli var einn þeirra sem braut reglur FIFA.
Mynd: Getty Images
Knattspyrnusamband Englands hefur verið sektað um 50 þúsúnd pund eftir að þeir Dele Alli, Eric Dier og Raheem Sterling voru í sokkum í leikjum á landsliðsins sem höfðu ekki verið samþykktir af FIFA.

Leikmennirnir voru í merktum ökklasokkum yfir opinbera sokka búningsins, þeir hunsuðu aðvaranir FIFA um að slíkt athæfi væri ekki boðlegt. FIFA segir sambandið fá sektina vegna brota á fjölmiðla- og markaðsreglum sem og reglugerð um útbúnað sem FIFA leggur til.

Sektin kemur í kjölfar leiks Englands og Svíþjóðar í 8-liða úrslitunum þar sem FIFA segir að leikmennirnir hafi brotið fyrrnefndar reglur. Knattspyrnusamband Svíþjóðar hafði einmitt verið refsað fyrir svipað athæfi fyrr á heimsmeistaramótinu.

Sektin er sú næst hæsta á mótinu til þessa en knattspyrnusamband Argentínu var sektað um 80 þúsund punda vegna óláta stuðningsmanna sinna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner