Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fim 12. júlí 2018 20:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Luka Modric svekktur með brottför Ronaldo
Modric er búinn að vera geggjaður á HM hingað til.
Modric er búinn að vera geggjaður á HM hingað til.
Mynd: Getty Images
Luka Modric tók sér smá pásu frá vangaveltum vegna heimsmeistaramótsins og svaraði spurningum um Cristiano Ronaldo sem er á förum frá Real Madrid til Juventus.

Modric og Ronaldo hafa spilað saman hjá Real Madrid í þó nokkurn tíma og króatíski landsliðsmaðurinn segir að það sé eftirsjá af Ronaldo.

Ronaldo gekk frá félagskiptum sínum til Juventus í vikunni og lauk þar með ævintýri sínu hjá Real en hann var þar í alls níu tímabil. Hann er markahæsti leikmaður í sögu Real Madrid og hefur sigrað meistaradeildina fjórum sinnum síðan hann gekk til liðs við félagið árið 2009.

Mín ósk var sú að Cristiano mynda vera áfram. Hann er einstakur og það er synd að hann sé farinn. Ég þakka honum fyrir allt sem hann hefur gert hjá Real Madrid. Ég óska honum alls hins besta nema þegar hann spilar gegn Madrid,” sagði Modric.

Modric er þó þessa dagana að hugsa út í úrslitaleik heimsmeistaramótsins þar sem Króatía mætir Frökkum. Hann segist ekki vera að einbeita sér að því að vera valinn maður mótsins.

Ég hugsa ekki um að vinna gullboltann. Ég hugsa bara um úrslitaleikinn og að geta hampað heimsmeistaratitlinum með mínum liðsfélögum. Það er það sem ég vil,” sagði Modric.

Athugasemdir
banner
banner
banner