Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 12. júlí 2018 18:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Unai Emery segir Arsenal búið á félagsskiptamarkaðnum
Emery með Arsenal treyjuna.
Emery með Arsenal treyjuna.
Mynd: Arsenal
Unai Emery, knattspyrnustjóri Arsenal segir að hópurinn sé klár eftir að félagið fékk fimm nýja leikmenn til félagsins og að félagið muni aðeins bæta við sig leikmönnum ef frábær tækifæri koma upp.

Skytturnar nældu í Lucas Torreira og Matteo Guendouzi í þessari viku, fyrir hafði félagið fengið Stephan Lichtsteiner, Sokratis Papastathopoulos og Bernd Leno til félagsins.

Í augnablikinu tel ég að hópurinn sé tilbúinn. Stór félög loka ekki hurðinni fyrir nýjum leikmönnum. Í dag erum við í lagi. Kannski getum við fengið inn einn ef það eru góðar líkur á að sá muni hjálpa okkur en félagið hefur gert frábæra hluti í að ná inn nýjum leikmönnum og ég er glaður,” sagði Emery.

Emery segist einnig vilja fá Aaron Ramsey til þess að framlengja samningi sínum við félagið en leikmaðurinn á aðeins eitt ár eftir af núverandi samningi sínum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner