fös 13. júlí 2018 07:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Pólland komið með nýjan landsliðsþjálfara
Jerzy Brzeczek í baráttu gegn Paul Scholes á sínum tíma.
Jerzy Brzeczek í baráttu gegn Paul Scholes á sínum tíma.
Mynd: Getty Images
Pólverjar fengu slæma útreið á heimsmeistaramótinu í Rússlandi og voru langt frá því að komast upp úr sínum riðli.

Pólland hefur nú ákveðið að skipta um þjálfara og hafa ráðið fyrrum fyrirliða landsliðsins, Jerzy Brzeczek sem nýjan þjálfara liðsins.

Brzeczek sem er 47 ára gamall tekur við af Adam Nawalka en samningur Nawalka var ekki endurnýjaður. Brzeczek spilaði 42 landsleiki fyrir þjóð sína og svo skemmtilega vill til að hann er frændi Jakub Blaszczykowski sem er enn á ferðinni með landsliðinu.

Pólland olli miklum vonbrigðum á HM í sumar og enduðu neðstir í H-riðli eftir að hafa tapað gegn Senegal og Kólumbíu. Þeim tókst að vinna Japan í lokaleik sínum í riðlinum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner