Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fim 12. júlí 2018 22:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Klopp lofsamar frammistöðu Lovren á HM
Lovren hefur fengið hrós frá Klopp.
Lovren hefur fengið hrós frá Klopp.
Mynd: Getty Images
Dejan Lovren hefur oft verið gagnrýndur fyrir mistök sín í vörn Liverpool en leikmaðurinn hefur hinsvegar verið frábær fyrir landslið Króatíu á heimsmeistaramótinu hingað til.

Jurgen Klopp, knattspyrnustjóri Liverpool hefur nú lofsamað frammistöðu leikmannsins. Ummæli Klopp koma í kjölfar þess að Lovren steig fram og sagði að hann ætti að vera nefndur sem einn af bestu varnarmönnum heims þar sem honum hefur tekist að komast í úrslitaleik meistaradeildarinnar og heimsmeistaramótsins á sama árinu.

Fólk gagnrýnir oft annað fólk frekar snemma. Síðan ég kom hefur Dejan gert þrjú eða fjögur mistök, tvö af þeim í Tottenham leiknum en það er klárt að þau eru ekki 15 eða 20,” sagði Klopp.

90% af tímanum hefur hann spilað frábærlega, 95% algjörlega allt í lagi og 5% hafa kannski ekki verið hans bestu. En þú finnur þessi vandamál hjá næstum því öllum leikmönnum í heiminum. Hann hefur spilað frábærlega á mótinu hingað til. Ég er mjög ánægður fyrir hans hönd. Landið er lítið en leikmennirnir eru stórir. Það sem þeir eru að gera er magnað.”



Athugasemdir
banner
banner
banner