Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 12. júlí 2018 20:01
Ingólfur Páll Ingólfsson
Pepsi deildin: KA skoraði sigurmarkið í uppbótartíma
Ýmir Már skoraði í uppbótartíma.
Ýmir Már skoraði í uppbótartíma.
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
Grindavík 1 - 2 KA
1-0 Alexander Veigar Þórarinsson ('8 )
1-1 Ásgeir Sigurgeirsson ('31 )
1-2 Ýmir Már Geirsson ('92 )

Grindavík og KA mættust á Grindavíkurvelli í Pepsi deild karla í dag þar sem KA tókst að skora í uppbótartíma og taka þrjú stig með sér norður.

Grindavík komst yfir strax á 8. mínútu með marki Alexanders Veigars. Will Daniels átti þá langt innkast sem Guðmann skallaði frá en boltinn barst beint til Alexanders sem skoraði sitt fyrsta mark í sumar.

Elfar fékk dauðafæri á 13. mínútu leiksins fyrir KA en náði ekki að skora. KA jafnaði hinsvegar á 31. mínútu með skallamarki frá Ásgeiri Sigurgeirssyni.

KA skoraði í upphafi síðari hálfleiks en markið var dæmt af vegna rangstöðu. Marinó Axel Helgason fékk að líta sitt annað gula spjald og þar með rautt á 72. mínútu. Grindvíkingar reyndu að halda út einum færri en í uppbótartíma skoraði Ýmir Már með neglu upp í hornið.

KA menn fara því heim með þrjú stig í vasanum en Grindvíkingar eru væntanlega vonsviknir með að ná ekki að halda þetta út í dag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner