fim 12. júlí 2018 21:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Evrópudeildin: Haukur Heiðar spilaði í sigri AIK
Haukur Heiðar spilaði allan leikinn fyrir AIK í dag.
Haukur Heiðar spilaði allan leikinn fyrir AIK í dag.
Mynd: Getty Images
Það var nóg um að vera í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í dag en einum leik á Íslandi er ólokið þar sem Stjarnan er einmitt
að spila gegn Nömme Kalju.

Haukur Heiðar Hauksson var á sínum stað í byrjunarliði AIK sem mætti Shamrock Rovers frá Írlandi á útivelli. AIK sótti góðan sigur þar sem Sundgren skoraði á 74. mínútu og gaf AIK mikilvægt útivallarmark fyrir síðari leik liðanna.

Fjölmargir aðrir leikir voru á dagskrá og má þar helst nefna að Steven Gerrard og félagar í Rangers sigruðu Shkupi frá Makedóníu með tveimur mörkum gegn engu á heimavelli.

FC Kaupmannahöfn sigraði þá finnska liðið KuPS á útivelli, Hibernian fór illa með Færeyska liðið NSÍ og Nordsjælland sigraði Cliftonville sem er frá Norður-Írlandi á útivelli svo eitthvað sé nefnt.

Shamrock 0 - 1 AIK
0-1 Daniel Sundgren ('74 )

KuPS 0 - 1 FC Kaupmannahöfn
0-1 Carlo Holse ('75 )

Rangers 2 - 0 Shkupi
1-0 James Murphy ('23 )
2-0 James Tavernier ('90 , víti)

Cliftonville 0 - 1 FC Nordsjaelland
0-1 Andreas Skov Olsen ('17 )

Hibernian 6 - 1 NSI Runavik
1-0 Florian Kamberi ('3 , víti)
2-0 Florian Kamberi ('21 )
3-0 Oliver Shaw ('29 )
4-0 Stephen Mallan ('44 )
5-0 Florian Kamberi ('49 )
5-1 Petur Knudsen ('53 )
6-1 Stephen Mallan ('84 )
Athugasemdir
banner
banner
banner