fim 12. júlí 2018 21:30
Ingólfur Páll Ingólfsson
Inkasso-kvenna: Fjölnir með sigur - jafnt hjá Afturelding/Fram og ÍA
Bergdís skoraði tvö í dag.
Bergdís skoraði tvö í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Tveir leikir fóru fram í Inkasso deild kvenna þar sem ÍR mætti Fjölni annarsvegar og Afturelding/Fram mætti ÍA hinsvegar.

ÍR komst yfir snemma leiks með marki úr vítaspyrnu. Fjölnismenn voru allt annað en sáttir við dóminn en það stoppaði ekki Andreu Magnúsdóttur frá því að koma boltanum í netið. Fjölnir sótti stíft í síðari hálfleik og uppskar jöfnunarmark á 74. mínútu þegar Nadía Atladóttir nær frákasti eftir skot og jafnar metin.

Nadía var ekki hætt og kom Fjölni yfir nokkrum mínútum síðar með skoti af 30 metra færi. Markmaður ÍR hefði mögulega átt að gera betur í þessu tilfelli. Fjölnir hélt áfram að pressa og hélt út, verðskuldaður sigur staðreynd.

Ekkert var skorað í fyrri hálfleik í hinum leik dagsins en það var annað upp á teningnum í þeim síðari. Samira Suleman kom Afturelding/Fram yfir í upphafi síðari hálfleiks en Bergdís Fanney jafnaði fyrir ÍA á 63. mínútu.

Aðeins fimm mínútum síðar var hún búin að bæta við sínu öðru marki og koma ÍA yfir í leiknum. Varnarleikurinn var ekki upp á sitt besta á þessum tímapunkti í leiknum því að Afturelding/Fram jafnaði strax aftur, Janet Egyr sá um það. Bæði lið fengu tækifæri til þess að bæta við marki en allt kom fyrir ekki og jafntefli niðurstaðan.

Afturelding/Fram 2 - 2 ÍA
1-0 Samira Suleman ('49 )
1-1 Bergdís Fanney Einarsdóttir ('63 )
1-2 Bergdís Fanney Einarsdóttir ('67 )
2-2 Janet Egyr ('69 )

ÍR 1 - 2 Fjölnir
1-0 Andrea Magnúsdóttir ('17 , víti)
1-1 Nadía Atladóttir ('74 )
1-2 Nadía Atladóttir ('79 )
Athugasemdir
banner
banner
banner