Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 12. júlí 2018 21:49
Ingólfur Páll Ingólfsson
Evrópudeildin: Stjarnan með öruggan sigur
Hilmar Árni er búinn að vera betri en enginn fyrir Stjörnuna.
Hilmar Árni er búinn að vera betri en enginn fyrir Stjörnuna.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stjarnan 3 - 0 Nömme Kalju
1-0 Hilmar Árni Halldórsson ('18 , víti)
2-0 Baldur Sigurðsson ('49 )
3-0 Guðjón Baldvinsson ('70 )

Stjarnan mætti Nömme Kalju frá Eistlandi í 1. umferð forkeppni Evrópudeildarinnar í kvöld. Stjarnan byrjaði leikinn þokkalega og fékk vítaspyrnu strax á 18. mínútu eftir að markvörður Nömme Kalju tók Guðmund Stein niður en hann var sloppinn einn í gegn. Hilmar Árni steig á punktinn og skoraði.

Stjörnumenn héldu áfram að sækja og leikmenn Nömme Kalju voru í vandræðum með að finna glufur í vörn Garðbæinga. Í upphafi síðari hálfleiks komst liðið tveimur mörkum yfir. Hilmar Árni tók þá aukaspyrnu sem sigldi yfir pakkann og í netið. Boltinn fór mögulega af Baldri Sigurðssyni.

Guðjón Baldvinsson bætti svo við þriðja markinu og gerði út um leikinn á 70. mínútu. Stjörnumenn nýttu sínar skiptingar í framhaldinu og leikurinn fjaraði út en gestirnir áttu aðeins eitt skot á markið í leiknum. Stjarnan fer því með gríðarlega vænlega stöðu til Eistlands.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner