Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 12. júlí 2018 21:48
Magnús Már Einarsson
Raggi Sig áfram hjá Rostov (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ragnar Sigurðsson hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við Rostov í rússnesku úrvalsdeildinni. Félagið staðfesti þetta á Instagram í kvöld.

Ragnar var með lausan samning en nú er ljóst að hann verður áfram hjá Rostov. Þar spila einnig íslensku landsliðsmennirnir Björn Bergmann Sigurðarson og Sverrir Ingi Ingason.

Hinn 32 ára gamli Ragnar kom til Rostov frá Fulham í janúar en hann hafði fyrri hluta tímabilsins í Rússlandi verið á láni hjá Rubin Kazan

Ragnar hefur á ferli sínum erlendis einnig spilað með Gautaborg, FC Kaupmannahöfn og Krasnodar.

Eftir HM tilkynnti Ragnar óvænt að hann sé hættur að spila með íslenska landsliðinu en hann hefur skorað þrjú mörk í 80 landsleikjum á ferlinum.

Rostov endaði í ellefta sæti af sextán liðum í rússnesku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili en nýtt tímabil hefst 28. júlí.

💪💪💪 Рагнар Сигурдссон продолжит карьеру в «Ростове» Уважаемые болельщики, футболист сборной Исландии продлил соглашение с нашим клубом на 2 года. Сигурдссон перешел в «Ростов» в зимнее трансферное окно. В весенней части сезона центральный защитник провел за желто-синих девять матчей и демонстрировал надежную игру в обороне. Чемпион и обладатель Кубка Швеции, чемпион и обладатель Кубка Дании, бронзовый призер РФПЛ. Игрок сборной Исландии. Выступает на национальную команду с 2007-го года. На ЧМ-2018 провел 3 встречи на групповом этапе. Мы желаем Рагнару и дальше демонстрировать надежную игру в желто-синей футболке. Добро пожаловать в желто-синюю семью!

A post shared by Football club "Rostov" (@fcrostov) on


Athugasemdir
banner
banner
banner