Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
Bestur í Mjólkurbikarnum: Vakinn með símhringingu - „Á Jölla mikið að þakka"
Sigdís Eva: Vissum að við gætum þetta og sýndum það í leiknum
Pétur: Það var ekkert lið inni á vellinum
John Andrews: Vorum að spila gegn líklega besta liði landsins
Kallaði þetta gott eftir fimm hnéaðgerðir og fær góð ráð frá pabba sínum
Þurfti að róa Pablo eftir leik - „Leikmenn eiga ekki að skipta sér af áhorfendum“
„Ef þetta heldur svona áfram verða bara allir í banni eftir smá stund"
Hefði sætt sig við jafntefli - „Ég held að við höfum reynt 5 eða 6 plön í þessum leik“
Alex Freyr ósáttur: Þetta er bara sorglegt
Eysteinn á von á geggjuðum leik - „Jölli er alltaf Jölli í Portúgal"
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Draumadráttur Jökuls: Augnablik á stóran hluta af mínu hjarta og mun alltaf gera
Kjartan Henry: Hallgrímur sá ekki til sólar eftir það
Var vítaspyrnudómurinn í Árbæ rangur?
Lék sinn fyrsta leik í efstu deild og vildi víti - „Fann fyrir snertingu og lét mig detta"
Líður eins og Valsarar hafi tapað leiknum - „Hafði aldrei trú á því að hann væri að fara skora"
Arnar Grétars: Gerði mikið fyrir okkur að vera með frábæran markmann
Svekktur yfir því að vinna ekki Val - „Mjög dapurt víti, svo við tölum hreint út“
Jón Þór: Bíð jafn spenntur og þú
Viktor Jóns: Get skorað mörk hvar sem er
   fim 12. júlí 2018 21:51
Ármann Örn Guðbjörnsson
Ejub Purisevic: Vorum byrjaðir að bíða eftir að leikurinn yrði búinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Lærissveinar Ejubs, Víkingar frá Ólafsvík siguruðu Fram í kvöld á Ólafsvíkurvelli 2-1 með mörkum frá Kristni Magnúsi Péturssyni og Kwame Quee. Fram lenti manni færri eftir 76 mínútna leik en náðu þó að klóra í bakkann í uppbótartíma með marki frá Guðmundi Magnússyni

Lestu um leikinn: Víkingur Ó. 2 -  1 Fram

Ejub var sáttur með stigin þrjú en hann segir þó að sínir menn hefðu vel getað skorað fleiri mörk í leiknum í kvöld.

"Mér finnst þetta hafa verið bara frábær leikur í svona 87 mínútur. Við spiluðum vel og áttum allan leikinn yfirhöndina og hefðum allavega getað skorað 1 eða 2 mörk í viðbót í fyrri hálfleik og í byrjun seinni hálfleik. Ég er sáttur með allan leikinn nema síðustu 10 mínúturnar. Þá vorum við bara byrjaðir að bíða eftir að leikurinn yrði búinn"

Emir Dokara og Nacho Heras, fyrirliðar Víkinga eru báðir á meiðslalistanum og er staðan á þeim ekki alveg ljós. Ejub er með talsvert lítinn hóp og er það ekki gott ef menn ætla að fara detta í meiðsli. Til að bæta gráu ofaná svart þá fór Ingibergur Kort útaf meiddur í kvöld.

Samkvæmt heimildum frá varamanni Víkings þá myndaðist smá hiti milli Ejub og Pedro Hipólíto, þjálfara Fram eftir leik en Pedro heyrðist skipa leikmanni sínum að brjóta á Ívari Reyni, fyrrum leikmanni Fram og það fór ekki vel í Ejub. Einnig reittist Ívar Reynir mikið og þurftu samherjar að draga hann frá

"Það var enginn hiti hjá mér. Mér fannst þetta bara ótrúlega skrítin og óásættanleg framkoma frá honum í garð einhverra leikmanna"

Viðtalið má sjá í heild sinni hér fyrir ofan
Athugasemdir
banner
banner