Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
Jökull: Þeir voru frábærir - Við áttum kannski ekkert skilið úr þessum leik
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
Bjarni Jó: Nýttum færin okkar illa
Gunnar Magnús: Alsæll þrátt fyrir að það hafi endað í jafntefli
Ólafur Kristjáns: Ekki hægt að gera neitt við því núna
Kristján Guðmunds: Munum rífa okkur í gang eftir þetta
John Andrews: Gæti ekki verið stoltari
Nik: Vigdís hefur staðið sig vel sem framherji
Glenn: Komum hingað með því hugarfari að vinna leikinn
Vigdís Lilja: Ætla að spila frammi í sumar og skora eins mikið og ég get
Sáttur Arnar Gunnlaugs: Erum að senda ágæt skilaboð til liðanna í deildinni
Höskuldur brattur eftir leik: Maður verður að jafna sig hratt á þessu
Elskar stóru leikina - „Vona að fólk viti að þeir kitla mig.“
   fim 12. júlí 2018 22:46
Mist Rúnarsdóttir
Helena Ólafs: Skildi ekki þessa uppákomu
Helena og lærimeyjar sóttu eitt stig í Mosó
Helena og lærimeyjar sóttu eitt stig í Mosó
Mynd: Fótbolti.net - Tomasz Kolodziejski
„Þetta var jafn leikur og hefði getað dottið hvoru megin sem var,“ sagði Helena Ólafsdóttir, þjálfari ÍA, eftir 2-2 jafnteflisleik gegn Aftureldingu/Fram fyrr í kvöld.

„Við vorum að mæta hörkuliði og allir leikir í þessari deild eru erfiðir, alveg sama hvað liðin eru með mörg stig og annað. Ég er svolítið svekkt að fara ekki með þrjú stig héðan.“

Lestu um leikinn: Afturelding/Fram 2 -  2 ÍA

„Bæði lið fengu færi og mér fannst við ekki þurfa að gefa þeim þessi tvö mörk en Fanney skorar tvö góð mörk fyrir okkur og auðvitað átti það að duga,“ sagði Helena en heimaliðið var afar ósátt við síðara mark ÍA og vildi meina að um rangstöðu hefði verið að ræða. Helena var sjálf á varamannabekknum fjær og sá línuna ekki nógu vel.

„ Ég er náttúrulega þeim megin á vellinum að ég get ekki dæmt það en þjálfarinn þeirra vildi meina það,“ svaraði hún aðspurð um hvort Fanney hefði verið rangstæð í markinu.

Áhugaverð uppákoma varð skömmu fyrir leikhlé sem erfitt var að lesa í ofan úr blaðamannaskúrnum. Einhver reikistefna varð á milli þjálfara og varamannabekkja liðanna og Óliver dómari tók sér góðan tíma í að stoppa leikinn og fara yfir málið. Hvað gerðist eiginlega?

„Þeir fóru að telja liðsstjórana okkar. Töldu að við værum með einum of marga liðsstjóra á bekknum og biðja dómarann um fund. Ég hef bara aldrei á minni ævi lent í þessu en málið er að við vorum með löglega skýrslu og ég skildi ekki þessa uppákomu og mun ekki skilja. En hann baðst afsökunar á þessu.“

Nánar er rætt við Helenu í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner