Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
Nýir tímar í Laugardalnum - „Finnst bara tilvalið að með því fylgi nýtt merki“
Haukur Páll: Ekki spurning um að koma mönnum fyrir
Heimir Guðjóns: Hefði verið gult spjald í fyrra
Gylfi Þór: Skrítið að spila gegn liði sem ég var hjá í 10 ár
Úlli: Fékk held ég nóg af liðsfélögum sínum
   fim 12. júlí 2018 23:05
Mist Rúnarsdóttir
Júlli: Við viljum meira
Júlli var ánægður með framlag sinna leikmanna en svekktur að landa ekki sigri
Júlli var ánægður með framlag sinna leikmanna en svekktur að landa ekki sigri
Mynd: Raggi Óla
„Þetta var hörkuleikur en ég hefði viljað fá meira út úr þessu,“ sagði Júlíus Ármann Júlíusson, þjálfari Aftureldingar/Fram, eftir 2-2 jafntefli gegn ÍA á heimavelli. „Við hefðum bara átt að klára þetta. Við fengum færi til þess að klára þetta í lokin og líka bara í leiknum sjálfum.“

Lestu um leikinn: Afturelding/Fram 2 -  2 ÍA

Júlli gerði taktískar breytingar í hálfleik og færði leikmenn til á vellinum í von um að finna glufur á Skagaliðinu.

„Við vorum að reyna að fara á veikleika þeirra og þess vegna gerðum við smá breytingar og tilfærslur inn á vellinum.“

Tilfærslurnar hleyptu nýju lífi í sóknarleikinn og Afturelding/Fram skoraði tvö mörk. Það dugði ekki til sigurs en þjálfarinn var þrátt fyrir það ánægður með sitt lið.

„Ég er mjög sáttur við mínar stelpur. Þær lögðu sig fram og það var mikil barátta í mínu liði.“

Það var ekki hægt að sleppa Júlla án þess að spyrja um hans hlið á uppákomunni sem stal senunni rétt fyrir hálfleik en þá stoppaði Óliver dómari leikinn til að eiga orð við þjálfarateymi liðanna. Júlli vildi lítið gera úr atvikinu og segir að allir hafi náð sáttum.

Eftir 8 leiki er Afturelding/Fram í 7. sæti deildarinnar með 7 stig. Júlli er ekki ánægður með þá uppskeru og vill koma liðinu ofar í töfluna.

„Við viljum meira. Við erum með það gott lið að við ættum að geta gert betur. Við erum búnar að vera óheppnar í að minnsta kosti þremur af þessum fjórum jafnteflisleikjum og höfum verið að fá mörk á okkur í lokin.“

„Við viljum vera ofar en okkur var spáð og við stefnum kannski á miðbikið bara,“
sagði Júlli meðal annars en hægt er að horfa á allt viðtalið við hann í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner