banner
   fös 13. júlí 2018 09:29
Magnús Már Einarsson
Conte rekinn frá Chelsea (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Chelsea hefur staðfest að Antonio Conte hafi verið rekinn frá félaginu. Þetta er staðfest í stuttri yfirlýsingu á heimasíðu félagsins.

„Við óskum Antonio alls hins besta í framtíðinni," segir meðal annars í yfirlýsingunni.

Maurizio Sarri, fráfarandi þjálfari Napoli, tekur við af Conte á næstunni en sú ráðning hefur legið í loftinu í allt sumar.

Ljóst var í vor að Conte yrði væntanlega látinn fara en hann stýrði samt fyrstu æfingum Chelsea eftir sumarfrí.

Hinn 48 ára gamli Conte tók við Chelsea fyrir tveimur árum og leiddi liðið til sigurs í ensku úrvalsdeildinni á sínu fyrsta tímabili.

Síðasta tímabil gekk ekki jafn vel og var stormasamt. Chelsea náði ekki Meistaradeildarsæti en Conte endaði þó á góðu nótunum með því að stýra liðinu til sigurs í enska bikarnum.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner