Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 13. júlí 2018 12:13
Magnús Már Einarsson
Mark dæmt af KA á ótrúlegan hátt
Elfar Árni var rændur marki í gær.
Elfar Árni var rændur marki í gær.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Ótrúlegt atvik átti sér stað í 2-1 sigri KA á Grindavíkur í gærkvöldi. Helgi Mikael Jónasson, dómari leiksins, dæmdi þá mark af KA þegar Elfar Árni Aðalsteinsson nýtti sér mistök Kristijan Jajalo og skoraði.

Erfitt er að sjá hvað var ólöglegt við markið enda skildu KA menn ekki upp né niður í dómnum.

Smelltu hér til að sjá atvikið á vef Vísis

„Hvað er í gangi hérna Pétur? Þið horfið of mikið á HM," sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, við Pétur Guðmundsson fjórða dómara þegar markið var dæmt af.

Eftir leik var Túfa spurður út í atvikið í viðtali en þá sagði hann: „Ég get ekki útskyrt hvað það var en eina sem ég lofa ykkur er að á Akureyrarvelli í næsta leik verður VAR-herbergi klárt með fimm sjónvörpum."

Smelltu hér til að sjá atvikið á vef Vísis

Hér að neðan má sjá viðtalið við Túfa.
Túfa: Við verðum með VAR-herbergi á Akureyrarvelli í næsta leik!
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner