Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 13. júlí 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Jorginho á leið til Chelsea
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn Jorginho er mættur til London til að fara í læknisskoðun og viðræður við Chelsea.

Chelsea hefur samið við Napoli um 50 milljóna punda kaupverðið en það getur hækkað um sjö milljónir punda til viðbótar með bónusgreiðslum.

Manchester City vill líka krækja í Jorginho en Chelsea er í bílstjórasætinu í augnablikinu.

Maurizio Sarri er að taka við Chelsea en hann var áður þjálfari Jorginho hjá Napoli.

Jorginho er 26 ára gamall en hann á átta leiki að baki með ítalska landsliðinu.

Jorginho spilar aftarlega á miðjunni en hann hefur verið á mála hjá Napoli síðan árið 2014.
Athugasemdir
banner
banner
banner