Kovac orðaður við stjórastól Liverpool - Newcastle vill Gibbs-White - Dewsbury-Hall orðaður við Tottenham
   lau 14. júlí 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Atli Freyr Ottesen í Álftanes (Staðfest)
Atli Freyr var hluti af Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar árið 2014
Atli Freyr var hluti af Íslandsmeistaraliði Stjörnunnar árið 2014
Mynd: Ingólfur Hannes Leósson
Félagaskiptaglugginn er að opna og eru lið nú þegar farin að styrkja sig. Álftanes í 4. deildinni var að næla í Atla Frey Ottesen frá Njarðvík, sem leikur í Inkasso-deildinni.

Atli, sem er vængmaður, er uppalinn í Álftanesi. Hann fór yfir Stjörnuna þar sem ekki var 3. flokkur hjá Álftanesi og kom við sögu í átta leikjum þegar Stjarnan varð Íslandsmeistari 2014.

Atli er búinn að koma við sögu í fimm leikjum með Njarðvík í sumar, þar af er hann búinn að spila tvo leiki í Inkasso-deildinni en hinir þrír leikirnir komu í Mjólkurbikarnum.

Hann spilaði í fyrra 18 leiki með Njarðvík í 2. deildinni og skoraði þar fjögur mörk.

Auk þess að leika með Njarðvík og Stjörnunni hefur Atli leikið með Skínanda, Gróttu, Leikni R. og KV á ferli sínum.

Þetta er góður liðsstyrkur fyrir Álftanes sem er í efsta sæti í C-riðli 4. deildar. Baráttan þar er mjög hörð á toppnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner