lau 14. júlí 2018 07:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Leiknir F. fær tvo en missir tvo í leiðinni (Staðfest)
Carlos Carrasco er farinn frá Leikni.
Carlos Carrasco er farinn frá Leikni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nokkrar hræringar verða á leikmannahópi Leiknis Fáskrúðsfirði þegar félagskiptaglugginn opnar 15. júlí. Þetta segir á heimasíðu félagsins.

Þeir Ingvi Ingólfsson og Carlos Carrasco Rodriguez munu þá yfirgefa félagið.

Ingvi mun skipta aftur í Sindra, sem situr á botni 3. deildar. Coco fer einnig heim, til Spánar.

„Við þökkum þeim Ingva og Coco fyrir þeirra framlag til félagsins og óskum þeim alls hins besta í framtíðinni," segir á vefsíðu Leiknis.

Í þeirra stað hefur Leiknir fengið þá Mykolas Krasnovskis og Manuel Sanchez.

Mykolas er fjölhæfur leikmaður sem kemur til Leiknis frá Snæfelli í 4. deildinni. Hann er bróðir Povilasar sem leikið hefur með Leikni síðan síðastliðið sumar við góðan orðstír. Mykols er ætlað að fylla skarð Ingva í vörninni, en hann getur einnig leikið framar og er búinn að skora átta mörk í sjö leikjum fyrir Snæfell í sumar.

Manuel „Manu" Sanchez kemur til Leiknismanna frá Atletico Pinto í spænsku 3. deildinni og getur leikið hvort sem er í holunni eða sem fremsti maður.

Vonir standa til að Mykolas og Manu geti spilað gegn þann 21. júlí næstkomandi.

Leiknir F. er í áttunda sæti 2. deildar með 10 stig úr 10 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner