Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. júlí 2018 08:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Raðaði inn mörkunum í Tyrklandi og reynir nú á Íslandi
HK/Víkingur fær markaskorara (Staðfest)
Fatma Kara frá Tyrklandi hefur spilað með HK/Víkingi í sumar og staðið sig vel.
Fatma Kara frá Tyrklandi hefur spilað með HK/Víkingi í sumar og staðið sig vel.
Mynd: Fótbolti.net - Bára Dröfn Kristinsdóttir
HK/Víkingur, sem er að koma á óvart í Pepsi-deild kvenna, var að semja við efnilegan tyrkneskan leikmann sem verður lögleg með liðinu á morgun þegar félagaskiptaglugginn opnar.

Leikmaðurinn heitir Kader Hancar og er aðeins 18 ára gömul.

Hún hefur verið að spila með Konak Belediyespor í efstu deild Tyrklands þar sem hún hefur raðað inn mörkum. Hún skoraði 30 mörk í 19 leikjum í tyrknesku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili sem er geggjaður árangur, en hún var markahæsti leikmaður deildarinnar.

Kader spilaði sinn fyrsta leik í tyrknesku úrvalsdeildinni þegar hún var aðeins 13 ára gömul.

Hún á leiki að baki með yngri landsliðum Tyrklands þar sem hún hefur einnig skorað fullt af mörkum.

Hún ætlar núna að reyna fyrir sér á Íslandi og spennandi verður að sjá hvort hún nái að skora eins mikið hér á landi.

HK/Víkingur komst upp í Pepsi-deildina fyrir þetta tímabil en liðið er í sjötta sæti deildarinnar. Kader verður annar tyrkneski leikmaðurinn í HK/Víkingi en landsliðskonan Fatma Kara kom fyrir tímabilið og er búin að spila alla leiki liðsins í Pepsi-deildinni í sumar.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner