Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 13. júlí 2018 18:13
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sarri og Zola búnir að samþykkja tilboð Chelsea?
Sarri er að taka við Chelsea.
Sarri er að taka við Chelsea.
Mynd: Getty Images
Það virðist vera aðeins tímaspursmál hvenær Chelsea sendir frá sér tilkynningu að Maurizio Sarri verði næsti stjóri liðsins.

Sarri mun taka við af landa sínum Antonio Conte sem var rekinn frá Chelsea í morgun. Hinn 48 ára gamli Conte tók við Chelsea fyrir tveimur árum og leiddi liðið til sigurs í ensku úrvalsdeildinni á sínu fyrsta tímabili. Síðasta tímabil gekk ekki jafn vel og var stormasamt. Chelsea náði ekki Meistaradeildarsæti en Conte endaði þó á góðu nótunum með því að stýra liðinu til sigurs í enska bikarnum.

Conte stýrði Chelsea á fyrstu æfingu undirbúningstímabilsins en það virtist alltaf stefna í það að hann yrði rekinn sem svo gerðist í morgun.

Búinn að samþykkja tilboð?
Eftirmaður Conte verður að öllum líkindum Maurizio Sarri, fyrrum þjálfari Napoli á Ítalíu.

Sarri var látinn fara frá Napoli eftir síðasta tímabili og hafa skipti hans til Chelsea lengi legið í loftinu.

Sky á Ítalíu greinir frá því í dag að Sarri sé búinn að samþykkja tilboð frá Chelsea um að taka við liðinu. Aðstoðarmaður hans verður Chelsea goðsögnin Gianfranco Zola.

Sarri virðist vera mjög athyglisverður persónuleiki. Hann kom sér í vandræði í janúar 2016 þegar Roberto Mancini, þáverandi þjálfari Inter og núverandi Ítalíu, sagði að Sarri hefði látið niðrandi orð um samkynhneigða falla við sig.

Sarri er líka þekktur fyrir það að reykja á hliðarlínunni og fróðlegt verður að fylgjast með honum í enska boltanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner