Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 14. júlí 2018 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Christopher Harrington tekur við Hömrunum (Staðfest)
Christopher Harrington.
Christopher Harrington.
Mynd: Thorsport.is
Hamrarnir í Inkasso-deild kvenna eru búnir að ráða nýjan þjálfara en þetta kemur fram á Thorsport.is.

Natalia Gomez stýrði Hömrunum fyrr á tímabilinu en hún hætti í lok júní vegna þess hún ákvað að byrja að spila aftur. Natalia, sem er 26 ára, ætlar að einbeita sér að leikmannaferlinum. Hún var í stóru hlutverki hjá Íslandsmeisturum Þórs/KA síðasta sumar en glímdi svo við meiðsli í vetur og tók að sér þjálfun Hamranna.

Hún er orðin góð af meiðslunum og ætlar að byrja að spila aftur á fullu núna. Henni stóð til boða að koma til móts við mexíkóska landsliðið og taka þátt í æfingamóti sem gæti opnað á ný tækifæri hjá henni sem leikmaður. Hún mun vera á leið til Spánar eftir verkefnið með mexíkóska landsliðinu. Á Spáni mun hún ganga til liðs við lið sem leikur í efstu deild.

Nýr þjálfari Hamranna er Írinn Christopher Harrington, en ásamt því að þjálfa Hamranna í Inkasso-deild kvenna mun hann verða Donna, þjálfara Þórs/KA innan handar og aðstoða við þjálfun 2. flokks Þórs/KA/Hamranna.

Harrington hefur áður starfað hér á landi, meðal annars sem þjálfari í yngri flokkum hjá Tindastóli og á hann að baki nokkra leiki með Tindastóli, Hamri og Drangey.

Nú síðast starfaði hann sem aðstoðarþjálfari hjá meistaraflokki karla hjá Vestra. Þá stýrði hann liði Memphis City í NPSL deildinni í Bandaríkjunum til sigurs í þeirri deild í fyrsta skipti í sögu félagsins.

Hamrarnir eru í næst neðsta sæti Inkasso-deildar kvenna með aðeins fimm stig eftir átta leiki. Næsti leikur liðsins er á mánudaginn gegn Haukum í Boganum á Akureyri.
Athugasemdir
banner
banner
banner