Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
   fös 13. júlí 2018 19:31
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Önnur yfirlýsing frá Real Madrid vegna Neymar
Segjast ekki ætla að bjóða í Brasilíumanninn
Neymar og Cristiano Ronaldo.
Neymar og Cristiano Ronaldo.
Mynd: Getty Images
Real Madrid sendi á dögunum frá sér yfirlýsingu þar sem félagið blés á fréttir þess efnis að það væri búið að leggja fram tilboð í Neymar.

Í dag ákvað félagið að senda frá sér aðra yfirlýsingu vegna Neymar.

Cristiano Ronaldo var í vikunni seldur til Juventus fyrir 100 milljónir punda og hafa vaknað upp spurningar í kjölfarið hver Madrídarstórveldið muni kaupa í staðinn. Neymar hefur af flestum verið talinn arftaki Ronaldo hjá Real, en miðað við yfirlýsinguna sem Real var að senda frá sér virðist Brassinn ekki á leið aftur til Spánar.

„Real Madrid vill koma því á hreint að engin plön eru um tilboð í leikmanninn," sagði í yfirlýsingunni.

Hinn 26 ára gamli Neymar er fyrrum leikmaður Barcelona en hann var seldur þaðan í fyrrasumar, til Paris Saint-Germain fyrir ríflega 200 milljónir punda. Hann er dýrasti fótboltamaður sögunnar.

Kylian Mbappe, liðsfélagi Neymar hjá PSG, og Eden Hazard, leikmaður Chelsea, eru á meðal þeirra leikmanna sem einnig hafa verið orðaðir við Real Madrid.
Athugasemdir
banner
banner