fös 13. júlí 2018 20:08
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Shaqiri til Liverpool (Staðfest)
Shaqiri er mættur til Liverpool.
Shaqiri er mættur til Liverpool.
Mynd: Liverpool
Svisslendingurinn Xherdan Shaqiri er orðinn leikmaður Liverpool. Þetta fékkst staðfest rétt í þessu.

Shaqiri gekkst undir læknisskoðun hjá Liverpool í dag eftir að félagið virkjaði 13,5 milljón punda riftunarverð í samningi hans hjá Stoke.

Svissneski landsliðsmaðurinn kom til Stoke árið 2015 eftir að hafa áður leikið með Inter og Bayern Munchen.

Á síðasta tímabili skoraði Shaqiri átta mörk í 38 leikjum þegar Stoke féll. Eftir tímabilið gerði Shaqiri grein fyrir því að hann myndi ekki spila í Championship-deildinni.

Shaqiri hefur tiltölulega nýlokið þáttöku á HM með Sviss og sýndi Liverpool fljót vinnubrögð í að næla í hann.

Xhaqiri er þriðji leikmaðurinn sem Liverpool fær í sumar á eftir miðjumönnunum Fabinho og Naby Keita.

Shaqiri er væntanlega ætlað að veita Mohamed Salah, Sadio Mane og Roberto Firmino samkeppni.



Athugasemdir
banner
banner
banner
banner