Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   fös 13. júlí 2018 20:38
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Danmörk: Tap niðurstaðan í fyrsta leik tímabilsins hjá Eggerti
Eggert Gunnþór í einum af sínum 19 landsleikjum.
Eggert Gunnþór í einum af sínum 19 landsleikjum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Danska úrvalsdeildin er farin aftur af stað. Tveir fyrstu leikirnir í deildinni voru í dag.

Eggert Gunnþór Jónsson var í eldlínunni með Sönderjyske sem spilaði á heimavelli gegn Álaborg.

Staðan var markalaus að fyrri hálfleiknum loknum en í honum fékk Eggert Gunnþór Jónsson að líta gult spjald, á 36. mínútu. Eftir markalausan fyrri hálfleik kom fyrsta mark leiksins á 79. mínútu og var þar að verki Kasper Kusk fyrir gestina frá Álaborg.

Eggert Gunnþór var tekinn af velli nokkrum mínútum eftir markið en Sönderjyske náði ekki að svara.

Svekkjandi tap fyrir Sönderjyske á heimavelli en í hinum leik dagsins unnu nýliðar Velja sigur á Hobro.

Á morgun er einn leikur. Meistararnir í Midtjylland mæta AGF frá Árósum en hjá AFG er Björn Daníel Sverrisson á meðal leikmanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner