Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 13. júlí 2018 21:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Inkasso-deild kvenna: Fylkir blés til markaveislu
Stelpa fædd 2003 með fimm mörk fyrir Fylki
Bryndís Arna Níelsdóttir.
Bryndís Arna Níelsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
Fylkir 8 - 0 Sindri
1-0 Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('8)
2-0 Bryndís Arna Níelsdóttir ('11)
3-0 Bryndís Arna Níelsdóttir ('19
4-0 Margrét Björg Ástvaldsdóttir ('41)
5-0 Bryndís Arna Níelsdóttir ('56)
6-0 Bryndís Arna Níelsdóttir ('57)
7-0 Bryndís Arna Níelsdóttir ('64)
8-0 Hulda Sigurðardóttir ('78)

Fylkir fór illa með Sindra þegar liðin mættust í 2. deild kvenna í kvöld.

Sindri, sem er á botni deildarinnar, átti aldrei möguleika gegn Fylki en það var Bryndís Arna Níelsdóttir - selpa fædd 2003, sem stal senunni í Árbænum í kvöld.

Bryndís Arna gerði fimm af mörkum Fylkis en leikar enduðu 8-0 fyrir Árbæjarliðið.

Margrét Björg Ástvaldsdóttir kom Fylki yfir á áttundu mínútu og svo bætti Bryndís Arna við tveimur mörkum áður en Margrét gerði fjórða markið fyrir hlé. Í seinni hálfleiknum gerði Bryndís Arna þrjú til viðbótar og Hulda Sigurðardóttir rak síðasta smiðshöggið.

Hvað þýða þessi úrslit?
Fylkir er í öðru sæti deildarinnar með 18 stig, fjórum stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Fylkir á leik til góða á Keflavík. Sindri er á botni deildarinnar með eitt stig úr sjö leikjum.



Athugasemdir
banner
banner