fös 13. júlí 2018 22:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
William Carvalho loksins búinn að skipta um lið
Farinn til Spánar - til Real Betis.
Farinn til Spánar - til Real Betis.
Mynd: Getty Images
Portúgalski miðjumaðurinn William Carvalho er loksins búinn að skipta um fótboltalið. Hann er farinn frá Sporting Lissabon í Portúgal til Real Betis á Spáni og skrifar hann undir fimm ára samning.

Carvalho hefur margoft verið orðaður við brottför frá Sporting og þá aðallega í enska boltann, en núna er hann loksins búinn að taka í gikkinn og færa sig um set.

William Carvalho er 26 ára gamall miðjumaður.

Hann kom upp úr akademíu Sporting og lék sinn fyrsta leik fyrir félagið árið 2011. Hann hefur verið í lykilhlutverki síðustu árin.

Carvalho á 47 landsleiki fyrir Portúgal og var hluti af liðinu sem varð Evrópumeistari fyrir tveimur árum.

Real Betis endaði í sjötta sæti spænsku úrvalsdeildarinnar á síðustu leiktíð og er í Evrópukeppni á næsta tímabili.
Athugasemdir
banner
banner
banner