Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 15. júlí 2018 18:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Pussy Riot lýsir yfir ábyrgð á vallarinnrás í úrslitaleiknum
Öryggisgæslan hafði í nógu að snúast.
Öryggisgæslan hafði í nógu að snúast.
Mynd: Getty Images
Úrslitaleikur heimsmeistaramótsins var stöðvaður tímabundið eftir að fjórir einstaklingar klæddir í jakkafötum ruku inn á völlinn.

Stöðva þurfti leikinn í skamma stund vegna einstaklinganna á Luzhniki Vellinum í Moskvu þegar Frakkland og Króatía áttust við. Atvikið átti sér stað á 52. mínútu leiksins.

Fjórmenningarnir náðu að gefa nokkrum leikmönnum Frakklands 'fimmu' áður en þeir voru handsamaðir og dregnir út af vellinum. Rússneski mótmælendahópurinn og rokk hljómsveitin Pussy Riot voru ekki lengi að lýsa yfir ábyrgð á samfélagsmiðlinum Twitter.

Rokkbandið er frægt fyrir að berjast gegn stjórnvöldum í Rússlandi, þá sérstaklega Vladimir Putin en auk þess berst hópurinn fyrir réttindum kvenna sem og réttindum samkynhneigðra í landinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner