Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 15. júlí 2018 22:45
Ingólfur Páll Ingólfsson
Hugo Lloris gerði lítið úr mistökum sínum og vildi fagna sigrinum
Lloris lyftir bikarnum umkringdur liðsfélögum sínum.
Lloris lyftir bikarnum umkringdur liðsfélögum sínum.
Mynd: Getty Images
Hugo Lloris fyrirliði Frakklands gerði sig sekan um klaufaleg mistök í öðru marki Króatíu sem kom þó ekki að sök.

Lloris gerði lítið úr atvikinu eftir leik og ákvað að einbeita sér frekar að jákvæðum hlutum sem snerust að liðinu auk þess sem hann var tilbúinn að fagna inn í klefa eftir að hafa verið kallaður í lyfjapróf.

Félagar mínir hafa fengið sér nokkrum drykkjum meira en ég vegna þess að ég var í lyfjaprófi en hey, ég mun ná þeim fljótt,” sagði Lloris.

Við getum ekki beðið eftir mánudeginum, að vera aftur í Frakklandi og fagna. Það er gott að sjá að franska þjóðin er sameinuð, brosandi, grátandi og full af gleði. Það er svona sem við viljum sjá þjóðina okkar. Fótbolti hefur kraftinn til þess að gera það.”

Við náðum að gera hlutina vel. Við áttum þetta skilið og getum verið stoltir af því sem við gerðum. Mín mistök? Það mikilvægasta er að verja í stöðunni 1-1. Í stöðunni 4-1 duttum við aðeins of langt aftur. Það er óþarfi að hugsa um það og við munum njóta okkar núna. ”

Að lyfta heimsmeistaratitlinum sem fyrirliði eru frábær forréttindi. Ég þakka öllum liðsfélögum mínum fyrir að ég geti lyft bikarnum. Fjölskyldan mín var í stúkunni líka. Við spilum fótbolta með mögnuðum árangri, ég er hrærður.”
Athugasemdir
banner
banner