Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 16. júlí 2018 13:30
Ívan Guðjón Baldursson
Napoli bauðst að kaupa Ronaldo
Mynd: Getty Images
Aurelio De Laurentiis, eigandi Napoli, segir að félaginu hafi boðist að kaupa Cristiano Ronaldo af Real Madrid í sumar.

Ronaldo var keyptur til Juventus á rúmlega 100 milljónir evra. Umboðsmaður hans, Jorge Mendes, talaði þó ekki aðeins við Ítalíumeistarana margfalda.

„Okkur var boðið að kaupa Ronaldo. Jorge Mendes hringdi í mig og við undirbjuggum tilboð fyrir hann í sameiningu," sagði De Laurentiis við La Repubblica.

„Við gátum einfaldlega ekki keppt við tilboðið frá Juventus, sem er að leggja 350 milljónir evra í þetta verkefni. Við hefðum farið í gjaldþrot."

Napoli endaði í öðru sæti ítölsku deildarinnar í vor, fjórum stigum eftir Juventus sem vann sjöunda árið í röð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner