Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 16. júlí 2018 13:45
Arnar Daði Arnarsson
Oliver Sigurjóns: Engin pressa á okkur í kvöld
Oliver í leik með Blikum í sumar.
Oliver í leik með Blikum í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Gústi Gylfa er búinn að henda í nokkrar skotæfingar í vikunni og við búnir að taka tvo pepp hittinga utan æfingar, þannig menn ættu að vera vel peppaðir fyrir leikinn og síðan verðum við að muna að njóta og hafa gaman," sagði Oliver Sigurjónsson leikmaður Breiðabliks sem mætir Fjölni í kvöld í 12. umferð Pepsi-deildar karla.

Eftir tvö markalaus jafntefli í röð í deildinni er mikilvægur leikur framundan hjá Blikum í kvöld en liðið er nú sex stigum á eftir toppliðum deildarinnar Stjörnunni og Val en eiga leikinn í kvöld til góða.

„Okkur langar að vinna þennan leik, engin spurning. Það er engin pressa á okkur heldur, við förum í leikinn til þess að njóta þess og sýna listir okkar í fótbolta. Markmiðið er eins og alltaf í fullorðins fótbolta, skora fleiri mörk en andstæðingurinn," sagði Oliver en hann segir alla leikmenn Breiðabliks vera með fulla heilsu og klára í leikinn í kvöld.

Daninn, Thomas Mikkelsen sem Breiðablik fékk til sýn fyrr í sumar er kominn með leikheimild og er því löglegur með Blikum í kvöld.

„Hann tekur til sín og getur skýlt boltanum ágætlega. Flottur framherji sem er með markanef á æfingum, vonandi getum við hjálpað honum í leikjum að skora mörk í sumar. Svo er það alltaf gamla góða þeir skora sem þora," sagði Oliver að lokum.

Leikur Breiðabliks og Fjölnis hefst klukkan 19:15 í kvöld og er í beinni textalýsingu á Fótbolta.net.

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner