mán 16. júlí 2018 13:23
Magnús Már Einarsson
Arnar Daði Arnarsson
Keflavík að ganga frá þjálfaramálum - Hafa rætt við Gregg
Gregg Ryder.
Gregg Ryder.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflvíkingar tilkynna síðar í dag hvernig þjálfaramálum verður háttað hjá félaginu út tímabilið. Von er á fréttatilkynningu en þetta staðfesti Sigurður Garðarsson, formaður knattspyrnudeildar, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Samkvæmt öruggum heimildum Fótbolta.net hafa Keflvíkingar meðal annars rætt við Gregg Ryder um að taka við liðinu.

Keflvíkingar höfðu samband við Gregg fyrir helgi og hann mætti á leik liðsins gegn Víkingi R. á föstudaginn.

Guðlaugur Baldursson hætti sem þjálfari Keflavíkur í síðustu viku en liðið er á botni Pepsi-deildarinnar með þrjú stig. Eysteinn Hauksson og Ómar Jóhannsson stýrðu liðinu gegn Víkingi en framhaldið kemur síðan í ljós í dag.

Hinn þrítugi Gregg hætti óvænt sem þjálfari Þróttar í apríl eftir þriggja og hálfs árs starf hjá félaginu. Hann hefur í sumar verið orðaður við stjórastöður í Skotlandi hjá bæði St. Mirren og Livingston.

Næsti leikur Keflavíkur er grannaslagur við Grindavík en sá leikur fer fram á mánudaginn í næstu viku.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner