Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 16. júlí 2018 14:45
Ívan Guðjón Baldursson
Tveir látnir í Frakklandi
Mynd: Getty Images
Frakkar urðu heimsmeistarar í fyrsta sinn í tuttugu ár er þeir lögðu Króatíu að velli í úrslitaleiknum í gær.

Mikil fagnaðarlæti brutust út í Frakklandi en þau fóru gjörsamlega úr böndunum þegar leið á nóttina, þar sem verslanir voru rændar og fjöldaslagsmál brutust út þrátt fyrir gífurlega mikinn viðbúnað frönsku lögreglunnar.

Hátt í hundrað þúsund lögreglumenn vöktuðu götur Frakklands í gærkvöldi og voru tæplega 500 manns handteknir fyrir sinn þátt í óeirðunum.

Það eru minnst tveir látnir eftir nóttina og fleiri tugir særðir. Annar maðurinn, á fimmtugsaldri, hálsbrotnaði þegar hann hoppaði ofan í grunnt síki í fagnaðarlátunum. Hinn, á þrítugsaldri, keyrði á tré í fögnuðinum.

Átök brutust út víða um Frakkland og hefur lögreglan þar í landi verið gagnrýnd fyrir að bregðast við af of mikilli hörku.
Athugasemdir
banner
banner
banner