Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   mán 16. júlí 2018 15:07
Hafliði Breiðfjörð
Eysteinn Húni tekur við Keflavík (Staðfest)
Eysteinn og Ómar stýra Keflavík.
Eysteinn og Ómar stýra Keflavík.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Eysteinn tekur við af Guðlaugi Baldurssyni en hér eru þeir saman á mynd í leik með Keflavík í sumar.
Eysteinn tekur við af Guðlaugi Baldurssyni en hér eru þeir saman á mynd í leik með Keflavík í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Keflavík sendi frá sér fréttatilkynningu rétt í þessu og tilkynnti að Eysteinn Húni Hauksson hafi verið ráðinn þjálfari liðsins.

Eysteinn tekur við liðinu af Guðlaugi Baldurssyni sem ákvað að láta staðar numið í síðustu viku eftir slakt gengi liðsins í sumar en Keflavík er í botnsæti Pepsi-deildarinnar með aðeins 3 stig úr fyrstu 12 leikjum sumarsins og hefur ekki enn unnið leik.

Gregg Ryder sem stýrði Þrótti þar til í sumar hafði rætt við Keflavík en að endingu afréð félagið að ráða Eystein Húna sem stýrði liðinu tímabundið eftir að Guðlaugur lét af störfum. Honum til aðstoðar verður Ómar Jóhannsson fyrrverandi markvörður liðsins.

Eysteinn stýrði liðinu í 1-0 tapinu úti gegn Víkingi á föstudagskvöldið en fyrsti leikur hans eftir endanlega ráðningu með liðið verður gegn erkiféndunum í Grindavík næstkomandi mánudagskvöld.

Fréttatilkynning frá Knattspyrnudeild Keflavíkur
Stjórn knattspyrnudeildar Keflavíkurhefur ákveðið að leita til Eysteins Húna Haukssonar um að taka að sér yfirþjálfun knattspyrnuliðs Keflavíkur. Honum til aðstoðar verður Ómar Jóhannsson.

Ráðning þessi er gerð í þeim tilgangi að halda áfram því uppbyggingarstarfi sem Knattspyrnudeild Keflavíkur hefur ákveðið að viðhafa við uppstillingu á keppnisliðum sínu. Það er mikil auður falin í ungu fólki semalist hefur upp í öflugu barna- og unglingastarfi Keflavíkur, og nú býðst þeim tækifæri til að það sýna sem í þeim býr.

Eysteinn hefur verið aðstoðarþjálfari meistaraflokks um nokkurt skeið, en auk þess hefur hann gengt stóru lykil hlutverki við uppbyggingu á þeim ungu leikmönnum sem nú eru að fá tækifæri til að leika með liðinu í efstu deild.

Fyrir þessu verkefni ber stjórn Keflavíkur fullt traust til þeirra Eysteins og Ómars, og mun vinna að kappi með þeim um að halda áfram uppbyggingunni og sækja áfrangur í deildinni.
Athugasemdir
banner
banner
banner