Höskuldur skoraði tvö: Var með ágætis tilfinningu í nýjum skóm
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Dóri staðfestir viðræðuslitin: Var kannski ekki eins og menn höfðu séð fyrir sér
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Andri Lucas: Vonandi komumst við á stórmót eins fljótt og hægt er
Daníel Leó: Menn eru ennþá í áfalli
Hákon Arnar: Ég vona það fyrir framtíðina
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Jói Berg: Grátlegt að vera svona nálægt þessu og ná ekki á EM
Jón Dagur: Líður eins og tímabilið sé búið
Hareide lítur björtum augum á framtíðina - „Þurfum fleiri varnarmenn"
Furðar sig á ákvörðun Rebrov - „Held að Guðmundsson skori"
Beðið um mynd í miðju viðtali - „Ef þú syngur með okkur í 90 mínútur þá ertu í Tólfunni"
Joey Drummer: Besta stund sem ég hef upplifað
Siggi Bond með innherjaupplýsingar fyrir leikinn í kvöld
Sjáðu auglýsinguna fyrir Bestu deildina 2024 - Þekkt andlit í nýjum aðstæðum
27 þúsund miðar seldir á Úkraína - Ísland í Wroclaw skálinni
Víðir Sig: Væri gaman ef annar draumur myndi rætast í þessari borg
Jói bjartsýnn á að geta spilað - „Það róaði taugarnar ansi mikið"
   mán 16. júlí 2018 18:38
Elvar Geir Magnússon
Þrándheimi
Börkur: Rosalegt verkefni sem við erum í
Börkur horfði á æfingu dagsins í góðum félagsskap.
Börkur horfði á æfingu dagsins í góðum félagsskap.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Börkur Edvardsson, formaður meistaraflokksráðs Vals, er að sjálfsögðu staddur í Noregi þar sem hans menn eru að búa sig undir seinni viðureign sína gegn Rosenborg í forkeppni Meistaradeildarinnar.

Valur leiðir einvígið 1-0 eftir sigur á Hliðarenda og Börkur var brattur þegar Fótbolti.net spjallaði við hann í dag.

„Það er ekki hægt að kvarta yfir aðstæðum. Sólin skín og það er eitthvað sem við erum ekki vanir þetta sumarið. Aðstæður eru fínar og allt til fyrirmyndar. Við erum fullir tilhlökkunar," segir Börkur.

„Ég hef aldrei komið til Þrándheims áður og þetta virkar mjög flott."

Það var kraftur í leikmönnum Vals á æfingu í dag þó um ferðadag hafi verið að ræða.

„Strákarnir eru ferskir og fínir. Þetta var ekki mjög langt ferðalag, þrír tímar frá Reykjavíkurflugvelli. Vonandi erum við að sjá það sem koma skal á miðvikudaginn."

„Þetta Rosenborgarlið er risastórt félag á skandinavískan mælikvarða, er í hópi þriggja stærstu með Malmö og FCK. Þetta er rosalegt verkefni sem við erum í en við leiðum 1-0 eftir fyrri hálfleikinn og það getur allt gerst í fótbolta. Það þurfa allir í liðinu að eiga toppleik svo við eigum möguleika."

Viðtalið má sjá í heild sinni í sjónvarpinu hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner