Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 16. júlí 2018 18:42
Ívan Guðjón Baldursson
Æfingaleikur: Palace skoraði sex gegn Tryggva og Höskuldi
Patrick van Aanholt gerði tvö á þremur mínútum.
Patrick van Aanholt gerði tvö á þremur mínútum.
Mynd: Getty Images
Halmstad 1 - 6 Crystal Palace
0-1 C. Benteke ('13)
1-1 P. Silfver ('17)
1-2 P. van Aanholt ('38)
1-3 P. van Aanholt ('40)
1-4 S. Kaikai ('42)
1-5 J. McArthur ('61)
1-6 J. Puncheon ('66)

Höskuldur Gunnlaugsson og Tryggvi Hrafn Haraldsson voru í byrjunarliði Halmstad sem fékk Crystal Palace í heimsókn í æfingaleik í dag.

Palace mætti til leiks með gífurlega sterkt lið og skoraði Christian Benteke fyrsta mark leiksins eftir tæpan stundarfjórðung. Pontus Silfver jafnaði fyrir heimamenn skömmu síðar.

Staðan var jöfn allt þar til undir lok fyrri hálfleiks þegar Patrick van Aanholt hrökk í gang og setti tvennu á þremur mínútum.

Sullay Kaikai gerði fjórða mark Palace rétt fyrir leikhlé og bættu James McArthur og Jason Puncheon mörkum við í síðari hálfleik.

Palace gerði jafntefli við Helsingor í Danmörku fyrir nokkrum dögum og á næst útileik gegn Oxford United á laugardaginn.

Íslendingalið Halmstad er í sumarfríi og á því ekki leik fyrr en um mánaðarmótin, gegn Degerfors. Halmstad er í þriðja sæti sænsku B-deildarinnar, fimm stigum frá toppliði Falkenberg.
Athugasemdir
banner
banner
banner