Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mán 16. júlí 2018 20:00
Ívan Guðjón Baldursson
Alexis Sanchez ekki með Man Utd til Bandaríkjanna
Mynd: Getty Images
Manchester United er í æfingaferð í Bandaríkjunum þar sem leikmannahópurinn verður í meira en tvær vikur að undirbúa sig fyrir tímabilið.

Alexis Sanchez komst ekki með út vegna visa vandamáls, því hann er á sakaskrá á Spáni. Þetta hefði ekki orðið vandamál ef starfsmaður á vegum Alexis hefði ekki gert mistök í visa umsóknarferlinu.

Fyrr á árinu játaði Alexis sekt og samþykkti 16 mánaða skilorðsbundinn fangelsisdóm fyrir skattsvik. Það er að koma í bakið á honum núna.

Man Utd hefur trú á því að Alexis hljóti sérstakan passa til að komast til Bandaríkjanna. Ef það klikkar missir Alexis af mikilvægum vikum með hópnum.

Rauðu djöflarnir eiga meðal annars leiki við Club America, Liverpool, Real Madrid og AC Milan framundan. Tólf leikmenn Man Utd sem fóru á HM eru ekki heldur í æfingahópnum, ekki frekar en Daley Blind sem er á leið til Ajax.
Athugasemdir
banner
banner
banner