mán 16. júlí 2018 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Son missir af upphafi tímabilsins - Gæti losnað undan herskyldu
Mynd: Getty Images
Líklegt er að Son Heung-min missi af upphafi tímabilsins í enska boltanum vegna Asíuleikanna í Indónesíu.

Asíuleikarnir eru fyrir U23 landslið og virka þannig að það eru 20 leikmenn í hverjum hóp, þrír þeirra mega vera eldri en 23 ára.

Mótið hefst um miðjan ágúst og er í gangi í rúmar tvær vikur, sem þýðir að Son gæti misst af fyrstu úrvalsdeildarleikjum tímabilsins gegn Newcastle, Fulham, Manchester United og Watford.

Asíuleikarnir eru ekki skipulagðir af FIFA og því getur Tottenham krafist þess að Son taki ekki þátt í mótinu.

Líklegt er að Son vilji taka þátt í Asíuleikunum af öllum lífs og sálar kröftum, því hann sleppur við herskyldu takist landsliðinu að hreppa gullið.

Son er 26 ára gamall og þarf að gegna herskyldu á næstum árum líkt og aðrir samlandar hans.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner