Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mán 16. júlí 2018 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Fóru í verkfall og mótmæltu komu Cristiano Ronaldo
Mynd: Getty Images
Ítalski bílaframleiðandinn Fiat, undir ameríska framleiðandanum Jeep, er helsti bakhjarl Juventus og aðstoðaði félagið við að ganga frá kaupunum á Cristiano Ronaldo, besta leikmanni heims síðustu tvö ár.

Nokkrir starfsmenn Fiat verksmiðjunnar voru ósáttir með að peningar fyrirtækisins færu í leikmannakaup fyrir knattspyrnufélag og ákváðu því að fara í verkfall og stofna til mótmæla.

Mennirnir hófu verkfallið í gærkvöldi og sögðust ætla að leggja vinnu niður í tvo daga. Þeir nýttu daginn í dag til að mótmæla komu stórstjörnunnar, en afar fáir heyrðu í þeim þar sem þeir voru aðeins fimm talsins.

Bloomberg heldur því fram að 5 starfsmenn af 1700 hafi samþykkt verkfallið sem missti algjörlega marks. Flestir starfsmenn verksmiðjunnar eru harðir stuðningsmenn Juventus.

Ástandið innan Fiat hefur ekki verið sérlega gott undanfarin ár. Agnelli fjölskyldan á bæði Fiat og Juventus.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner