Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
banner
   þri 17. júlí 2018 09:00
Magnús Már Einarsson
Warnock grunar að umboðsmaður Grujic tefji skiptin
Marko Grujic.
Marko Grujic.
Mynd: Getty Images
Neil Warnock, stjóri Cardiff, vonast til að fá miðjumanninn Marko Grujic aftur frá Liverpool áður en keppni í ensku úrvalsdeildinni hefst eftir tæpan mánuð.

Grujic var á láni hjá Cardiff síðari hlutann á síðasta tímabili en hann hjálpaði liðinu að komast upp í úrvalsdeildina.

„Við ræddum við Liverpool. Ég held að allt sé að verða klárt en það eru engar fréttir ennþá," sagði Warnock eftir 6-0 sigur Cardiff á Taivstock í æfingaleik í gærkvöldi.

„Ég er ekki viss um að umboðsmaður hans vilji að hann komi til okkar en Liverpool vill þá og ég held að Marko vilji það líka."

Marko er 22 ára gamall Serbi en hann mun meðal annars berjast við Aron Einar Gunnarsson um sæti í liðinu ef hann fer til Cardiff.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner