Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 17. júlí 2018 12:21
Elvar Geir Magnússon
Heimir og KSÍ köstuðu hugmyndum á milli - „Hugurinn snerist í hringi"
Icelandair
Heimir Hallgrímsson tilkynnti í morgun að hann sé hættur sem þjálfari íslenska landsliðsins.
Heimir Hallgrímsson tilkynnti í morgun að hann sé hættur sem þjálfari íslenska landsliðsins.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var ekki auðveld ákvörðun fyrir Heimi Hallgrímsson að hætta störfum sem landsliðsþjálfari Íslands. Á fréttamannafundi í dag sagðist hann telja að þetta væri rétti tímapunkturinn eftir sjö ára starf.

Hann segir hollt fyrir hópinn að fá nýja rödd og nýja sýn. Kominn sé tími á breytingar og það sé gott bæði fyrir hann sjálfan og liðið. Það komi þreyta í allt samstarf.

Tómas Þór Þórðarson spurði að því hvort Heimir hefði farið í alvöru samningaviðræður við KSÍ um að halda áfram?

„Það fer eftir því hvernig þú túlkar orðið 'samningaviðræður'. Ég get ekki sagt það. Við köstuðum hugmyndum á milli og spjölluðum saman. Ég veit hvernig staðan er hjá KSÍ varðandi laun. Við kláruðum það löngu áður en HM fór af stað hvaða möguleikar væru í stöðunni. Ég veit að það er ekki svigrúm launalega séð hjá sambandinu og laun komu aldrei til umræðu," sagði Heimir.

„Eina sem ég hafði áhuga á að vita var hvort það væri möguleiki á að taka bara Þjóðadeildina. Þegar við fórum að ræða það þá er það ósanngjarnt að ég taki allan rjómann. Ef ég myndi hætta eftir Þjóðadeild fengi nýr þjálfari engan undirbúningsleik fyrir EM 2020. Mér fannst það falla um sjálft sig. Tveggja ára samningur yrði í raun þriggja ára því við erum að fara á EM. Þá yrði ég búinn að vera í tíu ár og mér fannst það bara of langt," sagði Heimir sem er mikill aðdáandi nýju Þjóðadeildarinnar eins og oft hefur komið fram.

„Hugur minn er búinn að vera að snúast í hringi. Ég ákvað það fyrir nokkrum dögum að þetta yrði besta niðurstaðan. Ekki bara fyrir mig heldur líka fyrir hópinn. Ég bað KSÍ um að fá frið til að taka ákvörðun og ég fékk hann. Það var enginn feluleikur og ég tel að það sé ekki hægt að ásaka einn né neinn í þessu."
Heimir hættur - Fréttamannafundurinn í heild sinni
Athugasemdir
banner
banner
banner