Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 17. júlí 2018 15:08
Arnar Daði Arnarsson
Emil Hallfreðs þakkar Mr. Heimi Hallgrímssyni fyrir traustið
Icelandair
Emil og Heimir eftir lokaleik Íslands á HM.
Emil og Heimir eftir lokaleik Íslands á HM.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn, Emil Hallfreðsson sendir fyrrum þjálfara íslenska landsliðsins Heimi Hallgrímssyni kveðjur á Instagram reikningi sínum.

KSÍ tilkynnti það í morgun að Heimir Hallgrímsson hafi ákveðið að framlengja ekki samning sinn við KSÍ og hefur Heimir því stýrt sínum síðasta landsleik, í bili í það minnsta.

„Takk fyrir allt traustið og tækifærin sem þú hefur gefið mér Mr. Heimir Hallgrímsson. Undanfarin ár hafa verið frábær undir þinni stjórn. Gangi þér sem allra best með næstu verkefni, þeir verða heppnir sem fá þig," skrifaði Emil undir mynd sína sem hann birti af sér og Heimi eftir lokaleik Íslands á HM í Rússlandi.

Emil Hallfreðsson átti frábært mót í Rússlandi en hann lék tvö leiki í riðlinum, þann fyrsta gegn Argentínu og lokaleikinn gegn Króatíu. Hann var að mörgum talinn vera besti leikmaður íslenska landsliðsins á mótinu.

Myndina og kveðjuna frá Emil má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner