Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   þri 17. júlí 2018 15:31
Hafliði Breiðfjörð
Stan Collymore: Rosalegt starf sem Heimir vann á 7 árum
Heimir og Collymore á Laugardalsvelli í vor.
Heimir og Collymore á Laugardalsvelli í vor.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Stan Collymore fyrrverandi leikmaður Liverpool er einn af þeim sem senda Heimi Hallgrímssyni fráfarandi landsliðsþjálfara Íslands kveðju á samfélagsmiðlum í dag og segir á Twitter að Heimir hafi unnið rosalegt starf á sjö árum með íslenska landsliðið.

Heimir og KSÍ tilkynntu í morgun að leiðir muni skilja og Heimir muni leita sér að öðrum verkefnum svo Ísland þarf nýjan þjálfara.

Collymore vann umfjöllun fyrir breska fjölmiðla um íslenska landsliðið í vetur og kynntist því Heimi líttilega.

„Sendi bestu kveðjur til Heimis Hallgrímssonar varðandi næsta skref hjá honum eftir að hafa yfirgefið landsliðsþjálfarastöðu Íslands í dag," skrifaði Collymore á Twitter.




Athugasemdir
banner
banner
banner