Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mið 18. júlí 2018 10:00
Ingólfur Páll Ingólfsson
Panucci: Ronaldo mun kannski sjá eftir félagsskiptunum
Panucci spilaði með Real Madrid áður en hann færði sig yfir til Ítalíu.
Panucci spilaði með Real Madrid áður en hann færði sig yfir til Ítalíu.
Mynd: Getty Images
Fyrrum varnarmaður Real Madrid, Christian Panucci segir að Cristiano Ronaldo muni mögulega sjá eftir félagsskiptunum frá Real Madrid.

Panucci spáir því að Ronaldo muni ná frábærum árangri hjá Juventus en segir að það hafi verið sín stærstu mistök á ferlinum er hann ákvað að yfirgefa Santiago Bernabeu.

Panucci nældi sér í fjöldan allan af titlum á tíma sínum hjá Real á þremur árum hjá félaginu áður en hann færði sig yfir til Inter. Þar átti hann í vandræðum með að komast í sitt fyrrum form og lenti upp á kant við Marcello Lippi.

Þegar ég yfirgaf Madrid var ég sannfærður. Ég vildi yfirgefa Madrid og það voru mín stærstu mistök á ferlinum og ég sé eftir því núna,” Panucci.

Cristiano mun sigra því að hann er of góður leikmaður til þess að gera það ekki. Hann er sá besti í heimi. Hann eru snjöll félagsskipti sem mun færa öðrum leikmönnum aukinn kraft til þess að færa sig yfir til Ítalíu. Að vera meistari er honum í blóð borið.”

Þá er Panucci ekki viss hvernig Madrid muni ná sér á strik eftir brotthvarf Ronaldo og Zidane.

Þetta gæti verið erfitt tímabil fyrir Madrid. Zidane er farinn, Cristiano er farinn. Það er ekki auðvelt að skipta þeim út og fá meira inn eftir að hafa unnið Meistaradeildina þrisvar sinnum í röð,” sagði Panucci.
Athugasemdir
banner
banner